Tærgesen opið að nýju
Veitinga- og gistihúsið Tærgesen á Reyðarfirði hefur nú opnað á nýjan leik eftir nokkuð langt hlé. Nýir aðilar hafa tekið við rekstrinum og eru það þau Sandra Þorbjörnsdóttir og Jónas Helgason sem nýlega fluttu til Reyðarfjarðar frá Spáni. Tærgesen er komið í jólaskap og býður upp á fjölbreyttan matseðil. Þau Sandra og Jónas segjast stefna á að opna snemma á morgnana og hafa opið fram til ellefu á kvöldin. Boðið er upp á heimilismat í hádeginu, auk rétta af matseðli og stefnt á að sýna knattspyrnuleiki í beinni útsendingu.