Tuttugu og fimm viðburðir á Ormsteitinu 2023
Hvorki fleiri né færri en 25 viðburðir verða í boði á Ormsteitinu 2023 sem hefst formlega annað kvöld og stendur linnulaust fram til 24. september.
Fyrir ókunnuga er þetta árleg uppskeru- og menningarhátíð Héraðsbúa en líkt og í fyrra taka Fljótsdælingar einnig þátt í gleðinni því einn hluti Ormsteitis er að taka þátt í réttum í Melarétt í Fljótsdal á laugardaginn kemur. Um kvöldið verður svo auðvitað réttargleðidansleikur í félagsheimilinu Végarði.
Ein tíu fyrirtæki styðja við hátíðina að þessu sinni og sem fyrr verða eldri vinsælir viðburðir á borð við sundbíó, stuðstrætó og hina rómuðu Fellasúpu á sínum stað. Aðrir forvitnilegir viðburðir er bjórhlaup, göngumessa, lífrænn dagur, klettasöngur og síðustu daga hátíðarinnar verður rekinn markaður í Blómabæ.
Ýmsir listamenn taka þátt á hinum ýmsu stöðum. Stærstu nöfnin vafalítið Langi Seli og Skuggarnir sem troða upp ásamt Ínu Berglindi í Valaskjálf föstudaginn 22. september og Love Guru sem heldur uppi stuðinu á sama stað sólarhring síðar. Margir aðrir tónlistamenn troða upp á hátíðinni annars staðar en í Valskjálf eins og á Aski Taproom og ekki síst í Tehúsinu
Dagskráin í heild sinni finnst á vefnum ormsteiti.is