Tuttugu og fimm viðburðir á Ormsteitinu 2023

Hvorki fleiri né færri en 25 viðburðir verða í boði á Ormsteitinu 2023 sem hefst formlega annað kvöld og stendur linnulaust fram til 24. september.

Fyrir ókunnuga er þetta árleg uppskeru- og menningarhátíð Héraðsbúa en líkt og í fyrra taka Fljótsdælingar einnig þátt í gleðinni því einn hluti Ormsteitis er að taka þátt í réttum í Melarétt í Fljótsdal á laugardaginn kemur. Um kvöldið verður svo auðvitað réttargleðidansleikur í félagsheimilinu Végarði.

Ein tíu fyrirtæki styðja við hátíðina að þessu sinni og sem fyrr verða eldri vinsælir viðburðir á borð við sundbíó, stuðstrætó og hina rómuðu Fellasúpu á sínum stað. Aðrir forvitnilegir viðburðir er bjórhlaup, göngumessa, lífrænn dagur, klettasöngur og síðustu daga hátíðarinnar verður rekinn markaður í Blómabæ.

Ýmsir listamenn taka þátt á hinum ýmsu stöðum. Stærstu nöfnin vafalítið Langi Seli og Skuggarnir sem troða upp ásamt Ínu Berglindi í Valaskjálf föstudaginn 22. september og Love Guru sem heldur uppi stuðinu á sama stað sólarhring síðar. Margir aðrir tónlistamenn troða upp á hátíðinni annars staðar en í Valskjálf eins og á Aski Taproom og ekki síst í Tehúsinu

Dagskráin í heild sinni finnst á vefnum ormsteiti.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.