Útvarp Seyðisfjörður sendir út sögur úr frásagnasafni
Útvarps Seyðisfjörður sendir um helgina, í tilefni af Dögum myrkurs, út upptökur úr frásagnasafni sem unnið hefur verið að á vegum menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells í tæp tvö ár.
Sent verður út allan sólarhringinn á tíðninni FM 101,4. Útsending hófst á miðnætti og stendur fram á sunnudag. FM útsendingin næst aðeins á Seyðisfirði en fyrir aðra áhugasama má benda á netútsendingu.
„Tilgangur Frásagnasafnsins er að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita einskonar svipmyndir, sem saman gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Alls hafa safnast nærri 200 frásagnir en söfnunin er á lokastigum og endar í desember,“ segir á vef Útvarps Seyðisfjarðar.