Umhverfislistaverk afhjúpað við Kárahnjúka
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. ágú 2009 08:37 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Listaverkið Hringiða eftir Jónínu Guðnadóttur var afhjúpað við Kárahnjúka í seinustu viku. Listaverkið er umhverfislistaverk sem myndar eins konar útsýnispall yfir Kárahnjúkastíflu.
Í miðju verksins er hringform, 7,5 metrar í þvermál, sem táknar stærð aðrennslisganganna. „Hugsunin að baki verkinu er hreyfing vatnsins, hringiða sem myndast þegar vatnið rennur úr lóninu og niður í virkjun,“ sagði Jónína við afhjúpun verksins.Í verkið eru notaðar steinflísar úr landi Valþjófsstaðar, slípað blágrýti af svæðinu í kring og ál en í það eru greyptar línur úr Völuspá.