Ungur nemur gamall temur
Nemendur í 3.-4. bekk Seyðisfjarðarskóla sýna afrakstur úr ljósmyndaþema í myndmenntakennslu í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl. 16 og stendur til 10. janúar 2010.
Unnið var með Kodak Cresta myndavélar frá 1955. Nemendur tóku myndirnar sjálfir, framkölluðu filmurnar og prentuðu ljósmyndirnar. Verkefnið er undir handleiðslu Hassan Harazi og Lilju Daggar Jónsdóttur umsjónar- og myndmenntakennara.