Ungur nemur gamall temur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. des 2009 10:26 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Nemendur í 3.-4. bekk Seyðisfjarðarskóla sýna afrakstur úr ljósmyndaþema í myndmenntakennslu í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells á Seyðisfirði. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl. 16 og stendur til 10. janúar 2010.
Unnið var með Kodak Cresta myndavélar frá 1955. Nemendur tóku myndirnar sjálfir, framkölluðu filmurnar og prentuðu ljósmyndirnar. Verkefnið er undir handleiðslu Hassan Harazi og Lilju Daggar Jónsdóttur umsjónar- og myndmenntakennara.