Upplifun fyrir öll skilningarvit
Þögul kvöldstund verður í Sláturhúsinu Egilsstöðum á föstudagskvöldið. Gestir verða við komu látnir undirrita þagnareið, en geta svo að því búnu rölt um og skoðað verk ellefu listakvenna sem sækja innblástur sinn í jól bernskunnar og skapa hugljúfa aðventustemmningu. Þögla kvöldstundin hefst kl. 20 og stendur til miðnættis.
Alma J. Árnadóttir - Halla Ormarsdóttir - Ingunn Þráinsdóttir - Íris Lind Sævarsdóttir - Katrín Jóhannesdóttir - Kristín Arna Sigurðardóttir - Lára Vilbergsdóttir - Ólöf Björk Bragadóttir - Sandra Mjöll Jónsdóttir - Sjöfn Eggertsdóttir - Steinrún Ótta Stefánsdóttir