Uppsetning stoðvirkja hafin

Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja snjóflóðavarnagarðs í Tröllagili í Neskaupstað eru að hefjast. Á því verki að ljúka haustið 2012. Gerð snjóflóðavarnagarðsins sjálfs, sem er þriðji áfangi heildarverksins, mun þó frestast eitthvað vegna kreppunnar. Ofanflóðasjóður ber 90% kostnaðar við slík mannvirki og viðkomandi sveitarfélag 10%.

nesk_img_0143.jpg

Uppsetning stoðvirkja var boðin út og tilboð opnuð í júlí 2009. Tekið var tilboði Köfunarþjónustunnar ehf. Stoðvirkin eru hluti snjóflóðavarna sem fyrirhuguð eru í Tröllagiljasvæðinu og verða þau staðsett í 500 til 700 metra hæð. Neðst á svæðinu eru hins vegar fyrirhuguð varnarmannvirki, af svipuðu tagi og byggð voru í Drangagili, og er hönnun þeirra lokið.

Verkkaupar eru Fjarðarbyggð og Ofanflóðasjóður. Umsjón hefur Framkvæmdasýsla ríkisins, verkefnastjóri hjá FSR er Guðmundur Pálsson. Frumhönnun varnargarða og stoðvirkja annaðist Verkís ehf. Verkhönnun varnargarða annaðist Efla ehf., landslagshönnun vann Landmótun ehf. Verktaki við uppsetningu stoðvirkja er Köfunarþjónustan ehf.

    -Mynd: Þvergarður og keilur neðan Drangagils í Neskaupstað./vedur.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.