Skip to main content

VA áfram í Gettu betur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. jan 2010 15:57Uppfært 08. jan 2016 19:21

Lið Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er komið í aðra umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, eftir 14-10 sigur á liði Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í gærkvöldi.

 

va_gettu_betur_we.jpgKeppnin var jöfn og spennandi en VA var 9-8 yfir eftir hraðaspurningar. Akureyringar jöfnuðu í fyrstu bjölluspurningu en eftir það seig VA aftur framúr. Lið VA í gærkvöldi skipuðu Ásgeir Friðrik Heimisson, Guðmundur Daði Guðlaugsson og Martin Sindri Rozenthal.

Í gærkvöldi var dregið í annarri umferð keppninnar en þau lið sem sigra andstæðinga sína þar komast í sjónvarpshluta keppninnar. Verkmenntaskólinn keppir annað kvöld klukkan 20:00 við Kvennaskólann í Reykjavík. Þar gæti erfitt þar sem Kvennaskólaliðið var í Sjónvarpinu í fyrra og stóð sig vel í fyrstu umferðinni.

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum, sem vann lið Menntaskólans við Sund, 22-19, í seinustu viku, mætir liði Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra miðvikudagskvöldið 27. janúar klukkan 20:00. FNV sat hjá í fyrstu umferð.