Skip to main content

VA úr leik

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. jan 2010 20:44Uppfært 08. jan 2016 19:21

Lið Verkmenntaskóla Austurlands féll úr leik í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í kvöld þegar það tapaði 28-8 fyrir liði Kvennaskólans í Reykjavík í annarri umferð keppninnar.

 

ImageÚrslitin voru ráðin eftir hraðaspurningarnar þegar Kvennaskólinn var 19-4 yfir. Ein sjö stig öfluðu liðsmenn Verkmenntaskólans sér út á þekkingu á knattspyrnu og tónlist. Liðið skipuðu Ásgeir Friðrik Heimisson, Guðmundur Daði Guðlaugsson og Martin Sindri Rozenthal.

Kvennaskólinn er þar með kominn í sjónvarpshluta keppninnar. Menntaskólinn á Egilsstöðum mætir Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra eftir viku.