Skip to main content

Valdefling í verki í Neskaupstað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. sep 2009 15:53Uppfært 08. jan 2016 19:20

Málþing um valdeflingu í verki, á vegum Hlutverkaseturs, Rauða kross Íslands, Félags- og tryggingamálaráðuneytisins og SAust, verður haldið í Safnaðarheimilinu  Neskaupstað á morgun, 10. september nk.  kl. 8.30 – 16.00. Málþingið á erindi við alla, fagfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu, stjórnmálamenn, atvinnulíf, menntastofnanir sem og almenna borgara.

hendur_vefur.jpg

Málþingið  fjallar um hugmyndafræði sjálfseflingar/valdeflingar.  Hvað verndar geðheilsuna? Hvað styrkir geðheilsuna? Hvað skiptir máli í samfélagi manna, í þjónustunni, í fari starfsmanna, aðstandenda, vina og samstarfsmanna?   Kynnt verða helstu baráttumál og á hvern hátt þátttaka í hagsmunabaráttu bætir geðheilbrigði. Kynnt verða úrræði á vegum Fjarðabyggðar, SAust, Starfsendurhæfingar Austurlands (SarfA) og Rauða kross Íslands. Aðstandendur, notendur og þjónustuveitendur deila reynslu sinni.

Málþingið hefst kl. 08:30 og stendur til kl. 16:00.

 Setning –  Helga  Jónsdóttir, bæjarstýra, fundarstjóri

 Samráð – Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í Heilbrigðismálaráðuneytinu

 Sannreynd þjónusta  – Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs

 Kaffihlé

 Að fá tækifæri – Védís Drafnardóttir, starfsmaður Hlutverkaseturs

 Starfsendurhæfing í  Fjarðabyggð – Jón   Knútur Ásmundsson, félagsfræðingur StarfA í Fjarðabyggð

 Hvað er á döfinni ? – Sigríður Herdís Pálsdóttir, starfsmaður hjá Rauða kross Íslands í Fjarðabyggð

 Umræður

 Matarhlé

Úrræði í heimabyggð – Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar

Reynsla aðstandanda –  Jón Knútur Ásmundsson

Sjónarhorn  skóla -  Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands

Geðverkefni á Austurlandi (gevA) - Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri SAust

Samherjar á Fljótsdalshéraði -  Sveinn Snorri Sveinsson, formaður deildar Geðhjálpar á Austurlandi.

Kaffihlé

Baráttumál -  Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs

Hópastarf, umræður og samantekt