Valinkunnir tónlistarmenn hita upp fyrir Bræðsluna með tónleikaröð

Borgfirðingar og gestir þar mega eiga von á góðu fram að mánaðarmótum þegar sjálf tónlistarhátíðin Bræðslan hefst um þarnæstu helgi en þangað til mun Jónas Sig og fjöldi annarra þekkra listamanna stíga á stokk og hita upp í Fjarðarborg.

Skemmtunin hefst formlega annað kvöld og sem fyrr er það Jónas Sigurðsson sem leiðir hópinn sem að þessu sinni kallast kvöldgestir framtíðarinnar. Þar ekki minni listamenn en Jón Ólafsson, Hildur Vala Einarsdóttir, Ómar Guðjónsson, Magni, Aldís Fjóla, Hafþór Snjólfur svo fáir séu nefnir en rúsínan í pylsuendanum gæti verið Magnús Þór Sigmundsson að sögn Ásgríms Inga Arngrímssonar eins skipuleggjenda.

„Það verður mjög gaman að fá hann hér inn og ég persónulega man ekki eftir að hann hafi nokkru sinni troðið upp hér í Fjarðarborg áður. Undirbúningurinn gengur mjög vel og áhugasamir geta hvort sem er keypt stakan miða á eitt kvöld eða passa sem veitir aðgang öll kvöldin. Það verðum við með fleiri tónleika í næstu viku alveg fram að Bræðslunni og hægt að sjá allt um það á fésbókarsíðunni Já Sæll Fjarðarborg. Ætli þetta séu ekki alls um átta tónleikar á tíu dögum minnir mig.“

Miða er einnig hægt að kaupa gegnum sömu síðu en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21 öll kvöldin.

Jónas Sigurðsson hefur boðið Borgfirðingum upp á tónleikaröð um áraraðir í aðdraganda Bræðslunnar og oftar en ekki verið húsfyllir í hvert sinn. Mynd Já Sæll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.