Valtingojer og Patak opna í íslenskri grafík í dag
Ríkharður Valtingojer og Zdenek Patak opna sýningu í sýningarsal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu í Reykjavík í dag kl. 15. Valtingojer sýnir nýjar steinþrykksmyndir og Patak stórar teikningar undir nafninu Steinn & fjall. Báðir eru listamennirnir búsettir á Stöðvarfirði. Ríkharður hefur m.a. byggt þar upp alþjóðlegt grafíksetur sem nýtur vaxandi athygli á alþjóðlega vísu. Sýningin stendur til 25. október.
Mynd:Ríkharður Valtingojer við störf. /Gallerí Snærós.