Ívar við nemendur í VA: Þú verður að eiga það skilið

ivar_ingimars_va.jpgÍvar Ingimarsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, heimsótti nemendur Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (ÍÞA) í síðustu viku og hélt fyrir þá stutt erindi. 

Ívar sagði nemendum frá ferli sínum með aðaláherslu á lífsstíl atvinnumannsins en yfirskrift fyrirlestursins var: „Þú verður að eiga það skilið“. 

Ívar er, eins og kunnugt er, frá Stöðvarfirði en þar hóf hann einmitt ferilinn með Ungmennafélaginu Súlunni. Hann spilaði lengst af með Reading á atvinnumannaferli sínum í Englandi og á að baki yfir 30 A-landsleiki auk fjölda leikja með yngri landsliðum.

Ívar svaraði einnig spurningum frá nemendum en óhætt er að segja að þeir hafi verið áhugasamir ef marka má þann mikla fjölda spurninga sem atvinnumaðurinn fyrrverandi fékk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar