Varist hálku
Útlendingar sem voru á leið niður af Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar í morgun lentu í vandræðum vegna hálku. Bifreið þeirra var á sumardekkjum og rann til í brekku, án þess þó að fara út af. Vegagerðin brást skjótt við og sand- og saltbar veginn. Lögregla hvetur vegfarendur til aðgæslu, nú þegar haustlægðir ganga í garð en nagladekk eru ekki enn leyfð.