Veðurguðirnir í góðu skapi yfir Styrkleika Krabbameinsfélagsins

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir rúmlega 20 stiga hita á Egilsstöðum langt fram til kvölds á morgun laugardag en um hádegi þann dag hefjast þar þriðju Styrkleikar Krabbameinsfélagsins sem haldnir hafa verið hérlendis.

Fjölbreytt skemmtidagskrá klár að sögn Hrefnu Eyþórsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Austfjarða, og flott veðurspáin ætti ekki að fæla neinn frá því að taka beinlínis þátt eða fylgjast bara með og hvetja aðra til dáða.

Setning leikanna er á slaginu 12 á hádegi á morgun og upp úr því hefst boðhlaupskeppnin þar sem hin ýmsu lið reyna að halda út heilan sólarhring á ferðinni en öllum gefst færi á að heita á hvert lið fyrir sig en allur ágóði af því rennur beint til Krabbameinsfélags Íslands.

Um klukkan 13 hefst svo sérstök Reynsluboltadagskrá fyrir þá sem hafa þjást af krabbameini eða þjást nú þegar. Klukkustund síðar byrjar svo almenn skemmtidagskrá með ýmsum viðburðum og þar á meðal verður opið hús í Safnahúsinu. Klukkan 22 laugardagskvöldið verður svo sérstök Ljósastund sem er einn af hápunktum Styrkleikanna. Snemma á sunnudagsmorgunn klukkan 9 verður boðið upp á morgunleikfimi áður en Styrkleikunum verður formlega slitið klukkan 11.30.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.