Vel heppnuð Þjóðahátíð Austfirðinga
Þjóðahátíð Austfirðinga 2009 var haldin á Vopnafirði um helgina. Kynnt voru tólf lönd og menningu þeirra og matarhefð gerð góð skil. Sem dæmi má nefna að á færeyskri kynningu var boðið upp á allskyns brauðmeti og álegg auk skerpukjöts. Fjöldi fólks mætti á þjóðahátíð, kynnti sér lönd og þjóðir og naut góðgjörða og spjalls úr öllum heimshornum. Vopnafjarðardeild Rauða krossins leiddi undirbúning að hátíðinni.
Myndir og texsti: Bjarki Björgólfsson á Vopnafirði.