Skip to main content

Vel sóttur íbúafundur um lokun bæjarskrifstofu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. des 2009 09:17Uppfært 08. jan 2016 19:20

Á vel sóttum íbúafundi sem haldinn var í Neskaupstað á föstudag var bæjarstjórn Fjarðabyggðar afhentur undirskriftalisti þar sem 530 manns mótmæla því að bæjarskrifstofu í Neskaupstað verði lokað um áramót og starfsemi hennar flutt á Reyðarfjörð.

fjarabygg.jpg

Margir íbúa eru óánægðir með fyrirhugaða breytingu og ætlar hluti starfsfólks á bæjarskrifstofunni að hætta ef starfsemin verður flutt yfir á Reyðarfjörð.

Guðmundur Þorgrímsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, sagði að þrátt fyrir þessa afstöðu um þriðjungs íbúa í Neskaupstað, stæði ákvörðun bæjarráðs. Bæjarbúar fengju áfram óbreytta þjónustu, sem eftirleiðis yrði í bókasafni bæjarins.

Í samstarfsyfirlýsingu Fjarðalista og Framsóknarflokks, sem myndi meirihluta í bæjarstjórn, segi að árið 2012 skuli bæjarskrifstofur í Fjarðabyggð vera komnar undir eitt þak á Reyðarfirði. Það þýði ekki að það eigi ekki að gerast fyrr en 2012.