Verðlaun fyrir stuðning við hinsegin samfélagið á Austurlandi

Félagasamtökin Hinsegin Austurland hafa haft það að sið að veita viðurkenningar á aðalfundi sínum til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Austurlandi sem á einhvern hátt hafa stutt réttindabaráttu hinsegin fólks. Austurfrétt var meðal þeirra sem fengu verðlaun.

Halldór Warén, tónlistarmaður og annar eigenda Tehússins á Egilsstöðum, hlaut verðlaunin sem einstaklingur. Halldór hefur stutt dyggilega við Hinsegin Austurland síðan félagið var stofnað og verið tilbúinn að opna dyr Tehússins fyrir félagið til að halda þar viðburði oft með engum fyrirvara, auk þess sem regnbogafánanum er flaggað þar allan ársins hring.

Útgáfufélag Austurlands, sem gefur út Austurgluggann og Austurfrétt, fékk viðurkenninguna í flokki fyrirtækja. Í rökstuðningi stjórnar fyrir valinu segir að útgáfan hafi unnið frábært starf með umfjöllun sinni um málefni hinsegin fólks og viðburði fyrir að helga eitt tölublað Austurgluggans málefnum hinsegin fólks. Slíkt blað kom í fyrsta sinn út sumarið 2022 og aftur nú í ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.