Skip to main content

Verklokum í Kárahnjúkavirkjun fagnað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. okt 2009 00:14Uppfært 08. jan 2016 19:20

Verklokum var fagnað í Fljótsdalsstöð Kárahnjúkavirkjunar í gær. Friðrik Sophusson lauk þá rúmlega ellefu ára embættistíð sinni sem forstjóri Landsvirkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði í ávarpi að mikilvægt væri að sátt næðist um framtíðarnýtingu auðlinda Íslendinga og áhersla yrði lögð á að rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma yrði lögð fyrir á yfirstandandi þingi og lögfest. Agnar Olsen, settur forstjóri Landsvirkjunar uns Hörður Arnarson tekur við um áramót, afhenti Björgunarsveitunum á Héraði og Jökuldal milljón krónur hvorri í styrk. Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði söng í hófinu og Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur Valþjófsstaðarprestakalls minntist þeirra fimm manna sem létust meðan á byggingu virkjunarinnar stóð.

kr1.jpg

kr2.jpgkr3.jpg

 

Svipmyndir úr Fljótsdalsstöð/SÁ