Verkmenntaskóli Austurlands efldur
Verkmenntaskóla Austurlands hafa á árinu áskotnast mikilvæg tæki til kennslu í verknámsdeildum skólans. Þau eru gjafir frá Alcoa Fjarðaáli, VHE og Launafli, sem hafa staðið mjög myndarlega að stuðningi við skólann. Verkmenntaskóli Austurlands er nú orðinn einn albest búni framhaldsskóli landsins í stýri- og iðntölvukennslu.
Búnaðurinn sem um ræðir er m.a. mjög fullkomið kennsluborð í vökvatækni frá FESTO ásamt tilheyrandi hugbúnaði, Allen-Bradley iðntölvur ásamt mótorum og hraðabreytum, 10 stk. Dell borðtölvur og Berker instabus hússtjórnarkerfi.