Orkumálinn 2024

Vetrarsýning Skaftfells opnar um helgina

Brenglað, bogið, bylgjað, vetrarsýningar Skaftfells – myndlistamiðstöðvar Austurlands, opnar á morgun.

Á sýningunni eru annars vegar málverk eftir Söru Gillies og þrívíð gólfverk eftir Ragnheiði Káradóttur. Sara er ensk en býr og starfar í Stykkishólmi. Hún lauk meistaranámi í myndlist frá Konunglega listháskólanum í Lundúnum árið 2007 en Ragnheiður útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Visual School of Arts í New York 2016. Báðar hafa haldið fjölda sýninga, bæði hérlendis og erlendis.

Þær hafa unnið verkin fyrir sýninguna hvor í sínu lagi en eiga það sameiginlegt að sköpunarferli beggja einkennist af leikgleði. Báðar vinna út frá innsæi og í samtali við efniviðinn.

Skúlptúrar Ragnheiðar virðast kunnuglegir við fyrstu sýn en reynast flóknari við nánari skoðun. Hún sækir innblástur í afþreyingarheima, meðal annars mini-golfvelli eða þrautabrautir en setur einnig nytjahluti í nýjan búning. Eftir standa afstæðir hlutir sem tapað hafa samhengi sínu og upphaflegum tilgangi en kunnugleikinn opnar ólíkar eða öfugsnúnar skilgreiningar og vangaveltur.

Verk Söru búa yfir persónulegum og landfræðilegum skírskotunum. Hún hefur að undanförnu endurupphugsað líkamann, sér í lagi kvenlíkamann og tengt hann við náttúruna. Þennan samruma tvinnar hún við brotakenndar hugsanir, minningar og reynslu sínar. Vinnuferlið við málverkin er oft langt og strangt, en hún málar og endurmálar, brýtur upp og endurbyggir og lætur þannig fyrri málningarlög leiða sig áfram að næstu yfirferð.

Sýningar stjóri er Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, önnur stjórnanda Skaftfells.

Opnunin verður á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Boðið verður upp á leiðsögn með listamönnunum á sunnudag klukkan 13. Sýningin er annars opin mánudaga til föstudaga 12-20 og 16-20 um helgar. Aðgangur er ókeypis og gengið í gegnum bistróið á fyrstu hæð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.