Veðurloftbelgir frá Egilsstaðaflugvelli
Flugstoðir hafa sótt um byggingarleyfi innan flugvallarins á Egilsstöðum fyrir aðstöðu háloftastöðvar fyrir veðurrannsóknaloftbelgi. Sótt er um byggingarleyfi fyrir gám á steyptum grunni innan flugvallargirðingar. Úr gámnum er hugmyndin að sleppt verði á sjálfvirkan hátt loftbelgjum með ýmsum mælitækjum til rannsókna á veðurfari í háloftunum yfir Íslandi. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að veita byggingarleyfið á fundi sínum í gær.