Ævi og störf tónlistarkonunnar Muff Warden
Stjórn Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði fékk nýverið Rannveigu Þórhallsdóttur til þess að fara í gegnum skjöl og önnur gögn úr dánarbúi Muff Worden tónlistarmanns sem lést fyrir fáum árum. Tilgangurinn var að gera ævi Muff skil, en hún var stofnandi Bláu kirkjunnar, sem staðið hefur fyrir sumarlöngum tónlistarflutningi um árabil. Á forsíðu vefsíðunnar www.blaakirkjan.is má smella á krækjuna ,,Um Bláu kirkjuna" og síðan á krækjuna ,,Muff Worden" til að lesa texta Rannveigar og skoða myndir.