Viðarkyndistöð yljar íbúum í Hallormsstað
Viðarkyndistöð var formlega tekin í notkun í gær í Hallormsstað. Stöðin notar viðarkurl úr næsta nágrenni og þjónar í fyrsta áfanga grunnskóla, íþróttahúsi, sundlaug og hóteli. Kyndistöðin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra gangsetti stöðina formlega. Skógarorka ehf. stýrir verkefninu en margir hafa komið að uppbyggingu stöðvarinnar og verkefnið verið í undirbúningi í nokkur ár.