„Við erum með leiðir og lausnir fyrir alla“

„Við bjóðum upp á fjarþjálfun fyrir alla sem vilja vera með, en sú leið er fullkomin fyrir fólk hér í næsta nágrenni sem hefur ekki tök á þvi að koma á æfingar eins oft og það vill. Þetta er einn liður í því hjá okkur að sýna að CrossFit Austur er fyrir alla Austfirðinga. Það geta allir verið með, við erum með leiðir og lausnir fyrir alla,“ segir Sonja Ólafsdóttir, eigandi CrossFit Austur á Egilsstöðum.



„Við erum bara nýbyrjuð með þennan möguleika sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Það er sífellt að bætast við og nú þegar eru einstaklingar frá Norðfirði, Vopnafirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði byrjaðir að æfa.

Við notum app sem heitir WODIFY, sem allir meðlimir fá aðgang að, en þar inni birtum við æfingu dagsins. Þar skráum við niðurstöður úr æfingunum og þannig geta iðkendur og þjálfarar fylgst með vaxandi árangri.

Við kennum fólki að hreyfa sig rétt í hvetjandi umhverfi fyrst og fremst til að bæta lífsgæði sín. Það skiptir engu máli fyrir bætt lífsgæði hvað þú missir marga sentímetra, það skiptir máli fyrir bætt lífsgæði að hreyfa sig rétt til að forðast meiðsli og auka afkastagetu bæta úthald og styrk. Það er það sem CrossFit Austur snýst um, að bæta lífsgæði fólks á öllum aldri og að gera líf sem flestra ánægjulegra,“ segir Sonja.


Erum svo miklu sterkari þegar við stöndum saman“

Þeir sem kjósa að fara í fjarþjálfun geta komið við á stöðinni og tekið æfingu eða fengið ráðgjöf þegar þeir eiga leið um.

„Það er frítt „Drop In“ fyrir alla sem eru í fjarþjálfuninni auk þess sem iðkendur fá alla þá aðstoð sem þeir þurfa daglega frá þjálfurum í gegn um tölvupóst, en það er gott að nýta þann möguleika að koma við annað slagið og fá ítarlegri leiðbeiningar varðandi æfingarnar og hreyfingarnar.“

Sonja segir að með því að vera í fjarþjálfun fáist greiðari aðgangur að öllum þeim námskeiðum sem haldin eru í stöðinni. „Allir meðlimir fá námskeið á sérstökum kjörum, þ.e. margfalt ódýrari en þeir sem eru ekki meðlimir. Við höldum fjölbreytt Námskeið allt árið um kring, ekki bara CrossFit, t.d. höldum við reglulega námskeið í Brasilísku Jiu Jitsu, Yoga, Sippi, Ólympískum Lyftingum, Sjálfsvörn og fleira.

Það myndast einnig góð tengsl milli fólks hér og það er svo gaman að sjá það og upplifa. Þetta sýnir okkur austfirðingum hvað það er gaman að gera eitthvað saman, við erum svo miklu sterkari þegar við stöndum saman og við verðum gera það til að ná að byggja upp öflugt samfélag hér á Austurlandi,“ segir Sonja sem einnig er meðlimur í Ungt Austurland.

Hér er hægt að komast í samband við Sonju og kynna sér málin frekar. 

#ungaust

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar