![](/images/stories/news/umhverfi/eskifjordur_kirkja_0004_web.jpg)
Víða morgunmessur á páskadag
Víða um Austurland eru í boði morgunmessur í fyrramálið á páskadag fyrir árrisula kirkjugesti, meðal annars Seyðisfirði, Stöðvarfirði og Egilsstöðum. Þetta eru helstu athafnir eystra um páskana.
Egilsstaðaprestakall
Páskadagur
Áskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.
Egilsstaðakirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis – morgunkaffi í Safnaðarheimili eftir messu.
Eiðakirkja
Hátíðarmessa kl. 14 – ferming.
Seyðisfjarðarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9 árdegis – morgunmatur í safnaðarheimili eftir messu.
Guðsþjónusta á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar kl. 11.
Sleðbrjótskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Þingmúlakirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Annar páskadagur
Bakkagerðiskirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Hjúkrunarheimilið Dyngja Guðsþjónusta kl. 15
Eskifjarðarprestakall
Páskadagur
Eskifjarðarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Heitt súkkulaði að athöfn lokinni.
Reyðarfjarðarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Heitt súkkulaði að athöfn lokinni. Sr. Erla Björk Jónsdóttir þjónar.
Kolfreyjustaðarprestakall
Páskadagur 16. apríl
Fáskrúðsfjarðarkirkja
Hátíðarmessa kl.10. Kaffi, djús og páskaegg í morgunhressingu kl.9:30.
Helgistund á Uppsölum kl.11.
Kolfreyjustaðarkirkja
Messa kl. 13 - ferming.
Heydalaprestakall
Páskadagur
Stöðvarfjarðarkirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 8.
Heydalakirkja
Hátíðarguðsþjónusta kl. 10.