Vinnuslys í álverinu
Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði, þegar maður klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lækna er maðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Samstarfsmenn mannsins brugðust hárrétt við og sýndu mikið snarræði þegar slysið varð. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir.
-
mynd/Alcoa Fjarðaál