Vísir að fjölskylduvænum náttúrureit í Neskaupstað

Rótarýklúbbur Neskaupstaðar hefur lengi vel gróðursétt tré á bletti innarlega í bæjarlandinu í því skyni að búa til fallegan gróðurreit til framtíðar. Klúbburinn bætti um betur í sumar og kom þar fyrir stórum steinbekk.

Þar er nú hægt að fá sér sæti og kasta mæðinni á góðviðrisdögum að sögn Guðmundar Höskuldssonar, ritara Rótarýklúbbsins, sem vonar að með tíð og tíma verði þetta eftirsóttur áningarstaður fyrir gesti og gangandi.

„Ég veit ekki hve lengi klúbburinn hefur haft þetta svæði en við höfum verið að gróðursetja þarna um langa hríð og langað að gera þetta að fallegum náttúrureit fyrir alla. Reiturinn stendur þarna beint fyrir ofan nýja minningarreitinn sem settur var upp af Síldarvinnslunni þar sem gamla bræðslan stóð fyrir snjóflóðin 1974 og þar hægt að horfa út allan fjörðinn líka.“

Guðmundur segir að á þessu svæði verði ekkert byggt neitt og því sé vart til betra svæði í bænum til að skapa ljúfan fjölskylduvænan náttúrureit. „Það verður hann sannarlega þegar gróðurinn fer að vaxa og dafna með árunum enda er bæði staðsetningin frábær og útsýnið þaðan engu líkt.“

Nýi bekkurinn á sínum stað í skógarreit Rótarýklúbbsins. Það verður vonandi góður áningarstaður fyrir fólk í framtíðinni og minnir jafnframt á starf Rótarýklúbba á heimsvísu. Mynd RótarýklúbburNeskaupstaðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.