Skip to main content

Vopnfirðingar skemmtu sér saman í myrkrinu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. nóv 2022 16:43Uppfært 11. nóv 2022 16:43

Vopnfirðingar voru atkvæðamiklir á Dögum myrkurs sem haldnir voru á Austurlandi nýverið og skipulögðu dagskrá sem stóð í heila viku.


„Þetta var mjög skemmtilegt. Það er mikilvægt að við skemmtum okkur saman í myrkrinu,“ sagði Fanney Björk Friðriksdóttir, formaður atvinnu- og menningarnefndar Vopnafjarðarhrepps í þættinum Að austan á N4 í gærkvöldi.

Hátíðin hefur verið haldin á Austurlandi í um 20 ár og er í grunninn menningarhátíð en hefur aðeins breytt um svip allra síðustu ár þar sem sótt hefur verið í arf hrekkjavöku. Víða á Vopnafirði voru hús skreytt og fjölbreytt dagskrá í boði.

„Það er tengt við hrekkjavökuna en líka rómantíkina og kertaljósin og aðra stemmingu sem skemmtileg er í myrkrinu.“