Vopnfirðingar skemmtu sér saman í myrkrinu

Vopnfirðingar voru atkvæðamiklir á Dögum myrkurs sem haldnir voru á Austurlandi nýverið og skipulögðu dagskrá sem stóð í heila viku.

„Þetta var mjög skemmtilegt. Það er mikilvægt að við skemmtum okkur saman í myrkrinu,“ sagði Fanney Björk Friðriksdóttir, formaður atvinnu- og menningarnefndar Vopnafjarðarhrepps í þættinum Að austan á N4 í gærkvöldi.

Hátíðin hefur verið haldin á Austurlandi í um 20 ár og er í grunninn menningarhátíð en hefur aðeins breytt um svip allra síðustu ár þar sem sótt hefur verið í arf hrekkjavöku. Víða á Vopnafirði voru hús skreytt og fjölbreytt dagskrá í boði.

„Það er tengt við hrekkjavökuna en líka rómantíkina og kertaljósin og aðra stemmingu sem skemmtileg er í myrkrinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.