Vopnin eru ekta
Hernámsdagurinn er haldinn hátíðlegur á Reyðarfirði í dag. Stríðsárasafnið er miðpunktur þess.Safnið var opnað árið 1995 og er opið alla daga vikunnar frá 1. júní til 29. ágúst.
Meðal safngripa eru nokkrir bílar. Tveir þeirra teljast orginal úr seinni heimsstyrjöldinni en hinir eru samansettir úr nokkrum bílum.
Á safninu er líka töluvert af vopnum úr stríðinu. Þau eru öll ekta.
Þrír braggar eru á svæðinu. Þeir eru almennt ekki í notkun þótt einn þeirra sé stundum notaður undir dansleiki. Fyrir aftan þá er gamalt sjúkrahús sem í dag er notað sem geymsla.
Fréttin er afrakstur fjölmiðlanámskeiðs Austurfréttar fyrir vinnuskóla Fjarðabyggðar. Fréttina unnu: Heimir Þórarinsson, Héðinn Þórarinsson og Ásgeir Þór Þorleifsson.