Vísir greiðir tvöfaldan jólabónus
Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. hefur fylgt í fótspor fleiri sjávarútvegsfyrirtækja og greiðir starfsmönnum fyrirtækisins í landi tvöfalda desemberuppbót í desember.
Vísir hf. er útgerðar-, framleiðslu- og sölufyrirtæki. Starfstöðvar þess eru á fjórum stöðum á landinu; í Grindavík, á Þingeyri, á Húsavík og á Djúpavogi. Höfuðstöðvar Vísis eru í Grindavík.