Skip to main content

www.spilarinn.net hefur starfsemi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. des 2009 14:05Uppfært 08. jan 2016 19:20

Í dag, 1. desember 2009, hefur www.spilarinn.net formlega starfsemi sína. www.spilarinn.net er nýr gagnvirkur tónlistarvefur sem býður upp á ókeypis tónlistarstreymi á netinu. Notendur geta valið um tónlistarflytjendur, tónlistarstefnur, tónlistarár, texta og tónlistarupplýsingar á einfaldan og skilvirkan hátt.

Allir betri vafrar styðja www.spilarinn.net en þeir tölvueigendur sem nota Internet Explorer þurfa að setja upp ókeypis viðbótarforrit sem gerir þeim kleyft að nota www.spilarinn.net.

 

Í tengslum við aðventuna er hægt að fara inn á jola.spilarinn.net til að hlusta á gömul og ný jólalög.

 

www.spilarinn.net er starfræktur samkvæmt samningum við STEF, SFH og FÍH.

 

www.spilarinn.net er vísir að þjóðartónhlöðu á netinu. Í dag má nálgast liðlega eitthundraðþúsund lög á www.spilarinn.net og stefnt er að aukningu á næsta ári.