Yfir tuttugu milljónum úhlutað til menningarstarfs

Menningarráð Austurlands úthlutaði í gær 23 milljónum króna í styrki til 65 menningarverkefna á Austurlandi. Hæstu styrkirnir, sem nema einni milljón króna, fór til listahátíðarinnar LungA og írsks leikhóps sem ætlar að sýna leikverk á Austurlandi og kenna loftfimleika.

 

menningaruthlutun_web.jpgÞetta er í tíunda sinn sem úthlutað er samkvæmt samstarfssamningi ríkisins og austfirskra sveitarfélaga. Alls bárust 135 styrkumsóknir að þessu sinni.

Forsvarsmenn menningarráðsins segja grósku í vídeólist og kvikmyndum vekja athygli og eins umsóknir ungra listamanna.

„Listamenn lengi verið helstu hugmyndasmiðir í nýsköpun hverskonar og komið að gerð nýrrar vöru og vöruflokka. Menningarráð Austurlands telur mikilvægt fyrir uppbyggingu í fjórðungnum að fá listamennina í aukið samstarf á sem flestum sviðum, ekki bara til að auðga menningarlífið heldur ekki síður til að efla nýsköpun.“

Hæstu styrkirnir eru svo hljóðandi

1.000.000

- Leikhópurinn Fidget Feet Aerila Dance Theatre frá Írlandi. Hópurinn kennir „aerial theatre“ eða loftfimleika leiklist og dans fyrir börn og fullorðna auk þess að sýna verkið „Madam Silk“ á Austurlandi og víðar. Heimsóknin er á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs.
- LungA listahátíð ungs fólks á aldrinum 16 - 25 ára. 10 ára afmæli með fjölda af listasmiðjum auk fjölbreyttra listsýninga. Einstök hátíð sem gefur ungu fólki kost á að vinna með þekktum listamönnum að listsköpun auk þess að njóta sköpunar þekktra og minna þekktra listamanna í samfélagi við annað ungt fólk víða að af landinu og erlendis frá.

900.000

- Þrjú tónlistarverkefni á vegum Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar í Fjarðabyggð. Barnakóramótið, Raddir framtíðarinnar. Tónlistarnámskeiðið, Allt sem þú vildir vita um klassíska tónlist en þorðir ekki að spyrja og söngdíva úr austurvegi í fylgd tregahorns og slaghörpu sem er samstarf Einars Braga, Kára Þormars og Alexöndru Chernyshovu.
- 700is Hreindýraland – Alþjóðleg kvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi. Hátíðin hefur verið sett upp árlega frá árinu 2005 og er nú í stóru Evrópusamstarfisverkefni þar sem unnið er með Portúgal, Ungverjalandi og Bretlandi.  76 verk voru valin í ár úr 642 innsendum verkum sem bárust frá 49 löndum.

800.000

- Aðventutónleikar Kórs Fjarðabyggðar. Samtarf við þekkta klassíska söngvara, dægursöngvara sem og annað tónlistarfólk víða af landinu. Samkeppni um nýtt jólalag meðal einstaklinga búsettum eða ættuðum af Austurlandi. Skipuleggjandi er Kór Fjarðabyggðar.

700.000

- Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi með áherslu á heimamenn og landsþekkta listamenn. Elsta jazzhátíð á Íslandi, nú haldin í tuttugasta og þriðja sinn og löngu heimsþekkt.

600.000

- Eggin í Gleðivík. Merkingar og frágangur á listaverkinu Eggin í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson á Djúpavogi.
- Mupimup. Ný hönnun á vöru sem fellur undir Ecodesign og Upcyling. Ljósa-, textíl- og húsgagnahönnun þar sem unnið er úr efniviði sem lokið hefur sínu hlutverki en hönnuðirnir vekja hann til lífs á ný með skapandi umbreytingu. Rósa Valtingojer og Zdenek Patak.

500.000

- Söguslóð á Suðausturlandi. Klasaverkefni aðila í menningar- og ferðaþjónustu á Suðausturlandi í samstarfi við Sveitarfélagið Hornafjörð og Djúpavogshrepp. Árið 2010 verður unnið með Njáluslóðir á Suðausturlandi, málþing o.fl.
- Sumarsýning Skaftfells á Seyðisfirði. Þrjár kanónur mynda sumarsýninguna og þeir eru: Birgir Andrésson, Tumi Magnússon og Romar Signer. Listamennirnir eiga það sameiginlegt að hafa heillast af Seyðisfirði og eiga þar fasteign.
- Á slóðum Vopnfirðingasögu. Uppbygging menningartengdrar ferðaþjónustu á Vopnafirði. Tengja á saman sögu og menningu í samvinnu við miðstöðvar sviðslista og myndlistar á Austurlandi þar sem ungir listamenn verða virkjaðir til þátttöku í vinnu með heimamönnum.
- Tónlistarbærinn Neskaupstaður 2010. Samstarfsverkefni BRJÁNS og Egilsbúðar og er markmiðið að halda tónleika hvern dag allt næsta sumar. Um er að ræða tónleika í öllum geirum tónlista, þ.e. klassík, jass, blús, popp og rokktónlist.
- Minjasafn Austurlands. Þrjú verkefni. Uppsetning sýningar á Sómastöðum í Reyðarfirði, upplýsingaskilti við Þórarinsstaði í Seyðisfirði og Snertisafn, munir á safni sem gestir geta snert og handfjatlað.
- Vesturveggurinn / Bókabúðin. Sýningar í bland við gjörninga, fyrirlestra og námskeið sem og aðrar uppákomur fyrir yngri kynslóð myndlistarmanna. Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi.

400.000

- Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks haldin á Austurlandi í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Ritun þriggja leikverka og undirbúningur fyrir Þjóðleikshátíðina 2011.
- Sumartónleikar Bláu Kirkjunar sumarið 2010. 8 tónleikar unnir af faglegum metnaði líkt og síðustu 11 ár.
Hammondhátíð á Djúpavogi. Hátíðinni er ætlað að kynna Hammondorgelið, tónlist þess og tónlistarmenn sem því tengjast. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn.
- Vetrarhátíð í ríki Vatnajökuls. Hátíð þar sem áhersla er lögð á að listsköpunin sé innblásin af þeirri náttúru sem er að finna í ríki Vatnajökuls.
- Bræðslan 2010. Tónlistarhátíðin Bræðslan haldin í sjötta sinn í gamalli bárujárnsskemmu á Borgarfirði eystra.
- Listsýning Gunnlaugs Scheving. Sýning á verkum Gunnlaugs í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð.
- Menningarnefnd Vopnafjarðar, tvö verkefni. Dans-, leik-, og tónsmiðja og Skálda- og sagnakvöld á menningarhátíðinni Einu sinni á ágústkvöldi.
- Vetrarstríð. Stuttmynd sem gerist í austfirskri sveit um 1970. Hlynur Pálmason.
- Uppskrift að uppruna. Kvikmyndir sem fjalla um ferli matvælaframleiðslu á Austurlandi. Karna Sigðurðardóttir og Sebastian Ziegler
- vegaHúsið, tvö verkefni. Ungmennatónleikarnir vegaReiði 2010 og námskeið í hljóðupptöku, útvarpsnámskeið o.fl.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar