![](/images/odinn_olafsson_mottumars.jpg)
Yfirheyrslan: „Einn mánuður með fallega mottu er eitthvað sem þær ættu að þola“
Óðinn Ólafsson, vélvirki hjá Alcoa Fjarðaáli, hefur verið óþreytandi við að hvetja samstarfsmenn sína til dáða í mottusöfnun í marsmánuði undanfarin ár í þágu Krabbameinsfélagsins. Óðinn er í yfirheyrslu vikunnar.
Óðinn hefur undanfarin sex ár haldið utan um lið Fjarðaáls í keppninni og hefur það alltaf verið í einhverjum af fjóru efstu sætunum á landsvísu. Í ár ætlar hann sér og samstarfsfélögum sínum ekkert annað en sigur.
Fullt nafn: Óðinn Ólafsson.
Aldur: 37.
Starf: Vélvirki hjá Alcoa.
Maki: Hugrún Helga Ketel.
Börn: Kristjana Vala, Viktoría Sólveig og Alexander Óli.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Hofsá í Vopnafirði.
Markmið ársins? Veiða meira.
Mesta undur veraldar? Píramídarnir.
Hver er þinn helsti kostur? Þolinmæði.
Hver er þinn helsti ókostur? Sé ekki rykið á hillunum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Gæs með öllu tilheyrandi.
Áhugamál? Stangveiði skotveiði og ferðalög.
Kaffi eða te? Kaffi.
Hver er þín helsta fyrirmynd? Pabbi gamli.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleika.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Þurrka af, segir sig alveg sjálft.
Draumastaður í heiminum? Sólarströnd.
Duldir hæfileikar? Get látið heyrast hljóð í eyrunum á mér.
Mesta afrek? Eignast þessi fallegu börn mín.
Ertu nammigrís? Stundum.
Besta bíómynd allra tíma? Bravehart.
Af hverju eiga karlmenn að taka þátt í mottumars? Krabbamein snertir alla, líka þessa hörðu. Það að geta fengið að skarta fallegri mottu og minna í leiðinni á að við þurfum að láta skoða okkur.
Skilaboð til eiginkvenna þeirra karlmanna? Sætta sig við það að karlar þeirra eiga sér fyrirmyndir úr gömlum þýskum myndum. Nei það geta allir fengið krabbamein og mottumars hefur vakið mikla og góða athygli á því. Einn mánuður með fallega mottu er eitthvað sem þær ættu að þola.