Yfirtaka í Bláu kirkjunni

Gjörningurinn Yfirtaka verður settur upp í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði á laugardag. Þetta verður sjöunda uppsetningin á verkinu sem þróast með hverri uppfærslu.

Um er að ræða 35 hljóð- og dansverk. Gerðar eru tilraunir til að taka yfir rými með hjálp kvenna úr ólíkum áttum í samfélaginu. Verkið er einfalt í uppbyggingu og er hugsað sem einskonar athöfn þar sem litríkur hópur kvenna á öllum aldri notar orku, samstöðu og raddbeitingu til að taka yfir rými.

Listakonan Anna Kolfinna í samstarfi við Menningarfélagið Lið fyrir lið stendur að baki uppsetningunni á Seyðisfirði og hafa undanfarna daga leitað að konum á aldrinum 11 ára og eldri til að taka þátt í verkinu.

Þær hafa undanfarna daga leitað að konum til að taka þátt í verkinu. Ekki er gerð krafa um sviðsreynslu, raddþjálfun eða íslenskukunnáttu. Hafa má samband við Önnu Kolfinnu á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Verkið sjálf verður síðan flutt í Bláu kirkjunni á laugardagskvöld klukkan 20:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar