Þytur drauma og vængja: Myndlistasýning í nýju kaffihúsi á Stöðvarfirði
Í dag klukkan 15:00 opnar Anna Hrefnudóttir myndlistarsýningu í Kaffi Steini, nýopnuðu kaffihúsi á Stöðvarfirði. Sýningin ber yfirskriftina Þytur drauma og vængja.
Hluti af sýningunni eru myndir sem tengjast Búlandstindinum, en hann hefur verið Önnu mjög hugleikinn í gegnum árin. Sumar myndanna hafa aldrei komið fyrir sjónir almennings en aðrar hafa verið sýndar áður. Elstu myndirnar eru frá árinu 2000 og þær nýjustu frá þessu ári.
Sýningin er verður opin á opnunartímum kaffihússins, mánudaga til fimmtudaga 11:00-22:00, föstudaga og laugardaga 11:00-23:00 og sunnudaga 11:00-18:00.