Lítið þokast í samkomulagsátt í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við sveitarfélög landsins og ríkið og nú hafa fjórir skólar í viðbót við þá sem þegar eru í verkfalli tilkynnt verkfallsaðgerðir. Einn þeirra er Egilsstaðaskóli.
Árleg rithöfundalest, hópur rithöfunda sem ferðast um Austurland til að kynna nýjar bækur sínar, fer af stað í kvöld og kemur við á fimm stöðum um helgina.
Sveitarstjóri Múlaþings, Björn Ingimarsson, mun áfram sinna verkefnum fyrir hönd sveitarfélagsins eftir að setu hans á sveitarstjórastóli lýkur um áramótin. Sú staðreynd kom flatt upp á ýmsa fulltrúa í sveitarstjórn.
Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.
Skólastjórafélag Austurlands skorar á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn í kjaradeilu kennara. Samningafundir standa yfir í deilunni en lausn er ekki enn í sjónmáli.
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda. Miðað við framgöngu fráfarandi ríkisstjórnar síðustu kjörtímabil í orkumálum þjóðarinnar er ekki skrýtið þó menn velti fyrir sér hvort menn séu að pakka landinu saman í fallegar gjafaumbúðir til afhendingar erlendum fjárfestum.