Allar fréttir

Grunnskóli Reyðarfjarðar í toppformi

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Grunnskóli Reyðarfjarðar varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 150-399 nemendur í Lífshlaupi ÍSÍ. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni sem lauk nýlega og snerist um keppni í hreyfingu á landsvísu með þátttöku skóla, vinnustaða og einstaklinga. Það kom í ljós að nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérlega duglegir að hreyfa sig og náðu því framúrskarandi árangri.

grunnskli_reyarfjarar.jpg

 

Lesa meira

Staðfestur listi VG

Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur staðfest tuttugu manna framboðslista í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Listinn var samþykktur á kjördæmisþingi í gær.

 

Lesa meira

Stjórnvöld höggvi ekki þar sem hlífa skyldi

Framhaldsskólakennarar ályktuðu um menntun og skólastarf á ársfundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Félag þeirra hvetur stjórnvöld til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu og höggva ekki þar sem hlífa skyldi.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Lesa meira

Snjóhengjur á húsþökum

Það er ekki aðeins að snjóalög séu nokkuð ótrygg í fjöllum og vel með þeim fylgst af snjóflóðaeftirlitsmönnum. Snjóalög geta einnig verið varasöm í þéttbýli, og ekki síst þegar þykkar snjóhellur taka að renna fram af þökum eða löng og oddhvöss grýlukerti myndast. Hallfríður Bjarnadóttir á Reyðarfirði sendi Austurglugganum þessa mynd af vænni snjóhellu sem pompar vísast innan tíðar niður í garðinn hjá henni og vonandi ekki ofan á neinn. Hafið varann á gagnvart snjó á þökum og grýlukertum.

snjhengja_hj_hallfri_vefur.jpg

Heilsu- og hamingjuhrólfar fá viðurkenningu

Heilsuátak hófst í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 20. febrúar og stendur til 30 apríl. Fólk getur valið á milli þess að mæta þrisvar eða fimm sinnum í viku. Þeir sem ná því eiga möguleika á viðurkenningu sem er dregin út hálfsmánaðarlega. Nú hefur fyrsti útdráttur farið fram og viðurkenningar verða veittar síðdegis í dag.
sundlaug_-_rennibraut_-_pottar_2005__jpg.jpg

Lesa meira

Brúarásskóli fagnar þrjátíu ára afmæli

Brúarásskóli er 30 ára og verður af því tilefni haldin afmælishátíð í skólanum 20. mars næstkomandi. Fluttur verður á hátíðinni söngleikurinn Ævintýrasúpan eftir Ingunni Snædal, í leikstjórn höfundar og er tónlistarstjóri Jón Ingi Arngrímsson. Auk þess verður ýmislegt fleira til skemmtunar, svo sem getraunir, tombóla og sýning á gömlum myndum og námsbókum liðinna þriggja áratuga.

bruaras_logomynd2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar