Grunnskóli Reyðarfjarðar í toppformi
Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Grunnskóli Reyðarfjarðar varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 150-399 nemendur í Lífshlaupi ÍSÍ. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni sem lauk nýlega og snerist um keppni í hreyfingu á landsvísu með þátttöku skóla, vinnustaða og einstaklinga. Það kom í ljós að nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérlega duglegir að hreyfa sig og náðu því framúrskarandi árangri.