Allar fréttir

Landlæknisembættið kannar mál læknis

Landlæknisembættið hefur gert athugasemdir við störf yfirlæknis heilsugæslu Fjarðabyggðar. Frá þessu var greint í Svæðisútvarpi Austurlands í dag. Þar kom fram að fundið sé að meðhöndlun sjúklinga og færslum í sjúkraskrár. Sagði Matthías Halldórsson landlæknir í samtali við útvarpið að athugun embættisins væri eingöngu fagleg og kæmi lögreglurannsókn á embættisfærslu yfirlæknisins á engan hátt við.

Lesa meira

Reynsla til að byggja á

Apostol Apostolov, þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki, segist ánægður með frammistöðu liðsins í úrslitum bikarkeppninnar um seinustu helgi þótt liðið hafi tapað gegn HK.

Lesa meira

Nú puða austfirskir krakkar!

Skólahreysti verður haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. mars kl. 15. Íþróttamiðstöðin opnar klukkustund fyrir keppni. Það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem náði 1. sæti í Skólahreysti 2008.  Nú verður spennandi að sjá hvort hann heldur sínu sæti eða hvort annar skóli af Austurlandi nær af honum titlinum og þar með þátttökurétti í úrslitum í Laugardalshöll 30. apríl.

gr.siglufj.gurn.jpg

Lesa meira

Matur og fjör hófst í dag

Matar- og menningarhátíðin Food and Fun byrjaði í dag og er nú haldin í áttunda skiptið. Sextán erlendir gestakokkar eru komnir til landsins og munu leggja dag við nótt til að elda kræsingar fyrir íslenska sælkera. Hótel Hérað á Egilsstöðum er þátttakandi og þar verða galdraðir fram gómsætir réttir byggðir á völdu íslensku hráefni um helgina.

Lesa meira

Inn og út úr Idolinu

Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson hefur undanfarna daga upplifað hringekjuferð í Idol-Stjörnuleit. Hann verður einn af tólf þátttakendum í úrslitunum.

 

Lesa meira

Soffía Lárusdóttir verður ekki meðal frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins

Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi Alþingiskosningum. Hún bauð sig fram í 2. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi í nýafstöðnu prófkjöri flokksins, en hafnaði í 5. sæti. Ástæður þess að hún dregur sig í hlé segir hún vera annir og að ekki hafi orðið sú endurnýjun í forystu flokksins sem hún vonaðist eftir.

soffa_lrusdttir.jpg

Lesa meira

Loðnuleit hætt

Umfangsmikilli loðnuleit hafrannsóknaskipa og fiskiskipa er nú lokið án þess að loðnukvóti væri gefinn út. Ekki náðist að mæla þau 400 þúsund tonn sem er miðað við sem grundvöll til útgáfu aflamarks. Þetta er í fyrsta sinn frá veiðitímabilinu 1982/1983 sem ekki hefur verið gefinn út loðnukvóti. Loðnan hefur nú hrygnt og því orðið of seint að veiða hana.

lodna_2.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.