Allar fréttir

Blessuð heiðlóan er komin

Vorboðinn ljúfi er kominn til landsins. Fyrsta heiðlóan sást ein á flugi yfir Einarslundi á Höfn í morgun og ljóðaði í loftinu um vorkomu með sínu yndæla dirrindíi. Blessaðar lóurnar taka því senn að flykkjast til landsins. Lóan á Höfn er nokkuð snemma á ferðinni, því að jafnaði koma fyrstu fuglarnir á bilinu 20. til 31. mars.

heila.jpg

Lesa meira

Kennir brátt ýmissa grasa

Vorfiðringurinn er farinn að láta á sér kræla. Ég átta mig ekki á hversu stór hluti hans er eðlislæg þrá mín eftir að sjá blessaða farfuglana raða sér inn tegund eftir tegund og gróður taka við sér. Einhver hluti er tvímælalaust þrá eftir pólitísku vori. Von um að orrahríðinni sloti og trúverðugt fólk gangi fram fyrir skjöldu sem boðberar einlægni, sannleika og gagnsæis í íslenskum stjórnmálum.

Lesa meira

Nýr Austurgluggi kominn út

Austurglugginn er stútfullur af skemmtilegu efni að vanda. Má þar geta viðtals við ungt par sem byggir yfir sig hús og býr á meðan í hjólhýsi, frásagnar af magnaðri sjóferð skólabarna úr Brúarási og umfjöllunar um væntanlega Norðfjarðarsögu II, sem rituð er af Smára Geirssyni. Börn eru í brennidepli og sagt er í máli og myndum frá konu sem prjónaði skó úr hári móður sinnar.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi.

42-15343590.jpg

Norðfjarðargöng og Tortola

Sveinn Jónsson skrifar:   Samgönguráðherra Kristján L. Möller hélt í gærkvöld fund á Neskaupsstað um samgöngumál á Austur- og Norð-austurlandi.  Tíundaði hann og vegamálastjóri, sem með honum var, þar með ágætum að hverju væri unnið á vegum ráðuneytisins á yfirstandandi ári.  Ráðherra  kynnti m.a. væntingar sínar um að niðurstaða fengist senn um byggingu umferðarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll og festi hann þar með í sessi á sínum stað í Vatnsmýrinni.  Verk sem þegar höfðu verið ákveðin á vegum ráðuneytisins voru að því er virtist öll meira og minna á áætlun í kjördæmi ráðherra.  En þegar kom að Norðfjarðargögnum þá vandaðist nú málið.

 

Lesa meira

Framkvæmt fyrir 21 milljarð á árinu

Líklegt er að byrjað verði að bora Norðfjarðargöng á næsta ári. Óvíst er hvenær hafist verður handa við Axarveg. Gefi borgarstjórinn í Reykjavík grænt ljós verður hugsanlega byrjað að byggja 3.500 fermetra samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli á þessu ári. Þróunarfélag Austurlands leiðir markaðsvinnu fyrir flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri og innan 18 mánaða verða 1.800 bæir um land allt komnir með háhraðanetssamband. Þetta kemur fram í viðtali Austurgluggans við Kristján L. Möller, samgönguráðherra.

Lesa meira

Systurnar átján í austri

Elma Guðmundsdóttir skrifar:     Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég hitti ferðavant fólk sem segist ekki hafa komið til Færeyja. Þetta minnir mig á þegar Siggi Nobb sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið til fjölmargra lands, spurði svo Jónas Árnason; Jónas, hvernig er á Þingvöllum?

Færeyjar

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.