Landbúnaðarháskóla Íslands hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir um skólavist í byrjun nýs árs. Yfirvöld skólans hafa ákveðið að bregðast við aðstæðum og opna á umsóknir um nám sem hæfist í janúar. Umsóknarfrestur er til 5. desember.
Þórbergssetur, á Hala í Suðursveit, fékk nýverið Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir öfluga uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu.
Hættan á árekstrum við hreindýr hefur aukist mikið á síðustu árum, segir í fréttatilkynningu sem Náttúrustofa Austurlands hefur sent frá sér af gefnu tilefni. Hættulegustu staðirnir eru Kárahnjúkavegur og þjóðvegur 1 um Lón og Nes á Suðausturlandi.
Lögregla hefur nú til rannsóknar meintan veiðiþjófnað í Þvottárskriðum. Í gær fundust þar tvö dauð hreindýr og höfðu verið skotin. Talið er að veiðiþjófarnir hafi hraðað sér á brott er þeir urðu mannaferða varir, án þess að ná dýrunum með sér.
Lögreglan á Höfn biður þá er kunna að hafa upplýsingar um málið að hafa samband.
Sinfóníuhljómsveit Íslands vill koma á framfæri þökkum til Austfirðinga fyrir frábærar móttökur
á tónleikum hljómsveitarinnar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 5. nóvember síðastliðinn.
Höttur vann Þór Þorlákshöfn tvisvar um helgina, í 1. deild karla og 32
liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á Egilsstöðum um
helgina. Þróttur Neskaupstað vann nafna sinn úr Reykjavík tvisvar í 1.
deild kvenna í blaki.