Spár Veðurstofu Íslands frá því í gær um ofsaveður á öllu austanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgunn eru að raungerast og reyndar að versna. Viðvaranir nú komnar í appelsínugult og búið að aflýsa nánast öllu innanlandsflugi.
Meirihluti oddvita þeirra tíu framboða sem bjóða fram í Norðausturkjördæmi til kosninga til Alþingis eru sammála um að Fjarðarheiðargöng skuli áfram vera númer eitt, tvö og þrjú í gangnagerð næstu ríkisstjórnar.
Eyjólfur Þorkelsson, sérfræðingur í heimilislækningum, mun um mánaðarmótin taka formlega við sem framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA.) Hann tekur þar upp keflið fyrir Pétur Heimisson sem er að hætta störfum.
Álag á nemendur í þremur bekkjum grunnskóla á Austurlandi minnkar töluvert á milli ára samkvæmt Íslensku æskulýðsrannsókninni 2024 sem gerð var opinber í vikunni. Þá finna mun færri nemendur fyrir þreytu á skólatíma.
Lítill vafi getur leikið á áhuga austfirskra ungmenna á tækni og vísindum með tilliti til að ein fimm lið úr fjórum grunnskólum Austurlands taka þátt í First LEGO tækni- og hönnunarkeppninni sem fram fer í Reykjavík á laugardaginn kemur. Keppnisliðin eru aðeins 20 í heildina svo fjórðungur allra keppnisliðanna koma frá Austurlandi.