Sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins hafa lengi lagt áherslu á mikilvægi þess að fleiri opinber störf verði flutt út á landsbyggðina. Því var ánægjulegt þegar Matvælastofnun auglýsti nýlega eftir að ráða háskólamenntaðan starfsmann, með sérþekkingu á fiskeldi, í 100% starf sérfræðings með aðsetur á starfsstöð Matvælastofnunar á Egilsstöðum.
Endurskoðun stendur yfir á fyrirkomulagi slökkviliða í Múlaþing, Fljótsdal og Vopnafjarðarhreppi. Til stendur að leggja niður byggðasamstarfið Brunavarnir á Austurland eftir tilurð Múlaþings.
Í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar í bæjarstjórn í gærdag kom m.a. fram að áætlað er að COVID muni kosta bæjarsjóð um 250 milljónir kr. í ár í minnkuðum tekjum.
Verið er að rífa þekkta verbúð á Eskifirði. Bubbi Morthens dvaldi þar um tíma sem farandverkamaður skömmu áður en hann varð þjóðþekktur fyrir plötu sína Ísbjarnarblús.
Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun umhverfisáhrifa fyrir Fjarðarheiðargöng. Matið snýst fyrst og fremst um þrjár veglínur sem í boði eru í kringum Egilsstaði.
Hreppsráð Vopnafjarðar hefur samþykkt samhljóða að leita eftir opinberum fjárstuðningi til að ráða tímabundið verkefnisstjóra fyrir Finnafjarðarverkefnið.
Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.