Allar fréttir
Varað við roki og rigningu
Gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og hvassviðris.Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída
Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.Meiriháttar tilfinning að landa titlinum
Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.Gamalt smit í farþega Norrænu
Farþegi Norrænu sem greindist með Covid-19 veiruna og félagar hans eru lausir úr einangrun eftir að staðfest var að smitið hefði verið gamalt.Tíu milljónir til Borgarfjarðar úr Öndvegissjóði
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr sérstökum Öndvegissjóði Brothættra byggða, sem stofnað var til í ár sem hluta að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Valin verkefni af hverju svæði innan Brothættra byggða gátu sótt í úthlutunina og hlaut verkefnið Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg veglegan styrk.
Helgin: Myndlist, Magni og margt fleira
Það er nóg um að vera á Austurlandi um helgina og ekki síst í listalífinu, en minnst fjórar myndlistarsýningar opna um helgina. Þá er hátíðahátíð á Borgarfirði og hljómsveitin Á móti sól spilar þar sömuleiðis eftir langt hlé.