Allar fréttir

Um 90 þúsund krónur kostar að senda tollvörð austur

Um eða 90 þúsund krónur kostar í hvert skipti sem senda þarf tollvörð af höfuðborgarsvæðinu austur til að létta undir við tollafgreiðslu Norrænu við komu hennar til Seyðisfjarðar. Það var gert í yfir 30 skipti á síðasta ári.

Lesa meira

Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída

Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.

Lesa meira

Meiriháttar tilfinning að landa titlinum

Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.

Lesa meira

Gamalt smit í farþega Norrænu

Farþegi Norrænu sem greindist með Covid-19 veiruna og félagar hans eru lausir úr einangrun eftir að staðfest var að smitið hefði verið gamalt.

Lesa meira

Tíu milljónir til Borgarfjarðar úr Öndvegissjóði

Á dögunum var úthlutað styrkjum úr sérstökum Öndvegissjóði Brothættra byggða, sem stofnað var til í ár sem hluta að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Valin verkefni af hverju svæði innan Brothættra byggða gátu sótt í úthlutunina og hlaut verkefnið Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg veglegan styrk.

Lesa meira

Helgin: Myndlist, Magni og margt fleira

Það er nóg um að vera á Austurlandi um helgina og ekki síst í listalífinu, en minnst fjórar myndlistarsýningar opna um helgina. Þá er hátíðahátíð á Borgarfirði og hljómsveitin Á móti sól spilar þar sömuleiðis eftir langt hlé.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar