Allar fréttir

Blængur með mettúr í Barentshaf

Frystitogarinn Blængur NK kom til hafnar í Neskaupstað á föstudag með algjöran metafla eftir langt úthald í Barentshafi. En Blængsmenn skiluðu ekki aðeins verðmætum afla á land því margskonar rusl kom upp úr sjó með veiðarfærunum sem skipið færði einnig til lands og komið var til förgunar.

Lesa meira

Um 90 þúsund krónur kostar að senda tollvörð austur

Um eða 90 þúsund krónur kostar í hvert skipti sem senda þarf tollvörð af höfuðborgarsvæðinu austur til að létta undir við tollafgreiðslu Norrænu við komu hennar til Seyðisfjarðar. Það var gert í yfir 30 skipti á síðasta ári.

Lesa meira

Lindex opnar á Egilsstöðum

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga.

Lesa meira

Meiriháttar tilfinning að landa titlinum

Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.

Lesa meira

„Íslensk orð eru almennt frekar erfið“

Filippseyingurinn Michael Rizon segist hafa flust til Djúpavogs til að búa fjölskyldu sinni betri framtíð. Hann segist kunna þar vel við sig í fögru umhverfi og jákvæðu mannlífi þótt hann sakni fjölskyldu sinnar.

Lesa meira

Tíu milljónir til Borgarfjarðar úr Öndvegissjóði

Á dögunum var úthlutað styrkjum úr sérstökum Öndvegissjóði Brothættra byggða, sem stofnað var til í ár sem hluta að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Valin verkefni af hverju svæði innan Brothættra byggða gátu sótt í úthlutunina og hlaut verkefnið Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg veglegan styrk.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.