Allar fréttir
Um 90 þúsund krónur kostar að senda tollvörð austur
Um eða 90 þúsund krónur kostar í hvert skipti sem senda þarf tollvörð af höfuðborgarsvæðinu austur til að létta undir við tollafgreiðslu Norrænu við komu hennar til Seyðisfjarðar. Það var gert í yfir 30 skipti á síðasta ári.Varað við roki og rigningu
Gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og Austfjörðum vegna mikillar úrkomu og hvassviðris.Lindex opnar á Egilsstöðum
Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja verslun í miðbæ Egilsstaða nú í haust. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Reita og forráðamanna Lindex. Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga.Meiriháttar tilfinning að landa titlinum
Haraldur Gústafsson úr SkAust varð um helgina Íslandsmeistari í bogfimi með sveigboga. Þetta er fyrsti titill Haraldar utanhúss í opnum flokki en hann hefur verið í fremstu röð bogfimimanna hér á landi undanfarin ár. Guðný Gréta Eyþórsdóttir vann einnig til verðlauna á mótinu.„Íslensk orð eru almennt frekar erfið“
Filippseyingurinn Michael Rizon segist hafa flust til Djúpavogs til að búa fjölskyldu sinni betri framtíð. Hann segist kunna þar vel við sig í fögru umhverfi og jákvæðu mannlífi þótt hann sakni fjölskyldu sinnar.Tíu milljónir til Borgarfjarðar úr Öndvegissjóði
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr sérstökum Öndvegissjóði Brothættra byggða, sem stofnað var til í ár sem hluta að aðgerðum til að bregðast við neikvæðum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Valin verkefni af hverju svæði innan Brothættra byggða gátu sótt í úthlutunina og hlaut verkefnið Samfélagsmiðstöðin Fjarðarborg veglegan styrk.