Allar fréttir

Einn með smit og fimm aðrir í einangrun á Norrænu

Þó nokkrar breytingar hafa orðið á sýnatöku hjá farþegum með Norrænu, auk þess sem nýjar reglur hafa tekið gildi er varða íslenska ríkisborgara og einnig farþega frá fjórum öðrum löndum. Við sýnatöku í Hirsthals í Danmörku greindist einn farþegi með smit og hefur hann verið í einangrun um borð ásamt ferðafélögum sínum.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni hlutu styrki á Borgarfirði

Alls hlutu fimmtán verkefni á Borgarfirði styrki úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða fyrir sveitarfélagið í ár, en styrkveitingin fór fram á íbúafundi á dögunum. Að mati þeirra sem koma að verkefninu hefur vinnan undir hatti Brothættra byggða skilað miklum árangri nú þegar.

Lesa meira

Hver er sjónarhóll RÚV?

Í kvöldfréttum RÚV á sunnudag var farið yfir flutning ríkisstofnana út á land undir fyrirsögninni að Framsóknarflokkurinn hefði staðið á bakvið mest af þeim. En spurningin er hvort að fréttin skilji ekki eftir stærri fyrirsagnir og spurningar.

Lesa meira

„Sumarið hefur komið skemmtilega á óvart“

Þegar Elí Þór Vídó ákvað að eyða sumrinu austur á landi við að hjálpa mömmu sinni að koma sér fyrir óraði hann ekki fyrir því að hann yrði hér enn sex árum síðar, búinn að festa rætur og á kafi í fjölbreyttum fyrirtækjarekstri.

Lesa meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar og mótsmet

Sjö keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór á Sauðárkróki fyrir rúmri viku. Héraðsbúinn Björg Gunnlaugsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og setti mótsmet.

Lesa meira

Sagan af brauðinu dýra (eða ófáanlega)

„Þeir börðust, þeir börðust um brauðið og grautinn, því brauð og grautur er mannanna fæða.“ Svo orti Steinn Steinarr á sinni tíð, en þetta þykir einhverjum lýsa orðið aðstæðum á Egilsstöðum vel, því þar hafa íbúar látið vel í sér heyra á samfélagsmiðlum að undanförnu vegna skorts á brauðmeti í hillum matvöruverslana. Umræðan er þó langt því frá ný af nálinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.