Allar fréttir

Hvað má sveitarfélagið heita?

Örnefnanefnd mælir með nöfnunum Múlaþinghá og Múlabyggð í umsögn sinn um nafn nýs sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi. Fjórar aðrar nafnahugmyndir fá þá umsögn að nefndin leggist ekki gegn þeim. Íbúar kjósa um nafn á laugardag.

Lesa meira

Helgi ber sig vel og heldur tónleika á Austurlandi

Hafi eitthvað skort á að íslenska þjóðin og Helgi Björnsson viðhéldu sambandi sínu undanfarin misseri, var sannarlega gerð bragarbót á því í gegnum samkomubannið og Covid-19. Helgi mætti samviskusamlega inn á hvort heimili, ásamt góðum gestum, og söng þjóðina í gegnum þetta erfiða tímabil. Nýsæmdur fálkaorðunni ætlar hann sér að heimsækja Austurland og halda þrenna tónleika, á Eskifirði, Borgarfirði og Egilsstöðum.

Lesa meira

Sýnatökuteymi sent til Danmerkur fyrir næstu ferð

Heilbrigðisstarfsmenn verða sendir til Danmerkur fyrir næstu ferð Norrænu til að hægt verði að taka sýni úr farþegum á leiðinni til Íslands. Sýnataka úr um 300 farþegum skipsins á Seyðisfirði gekk vel í gær.

Lesa meira

„Getum ekki verið búðarlaus lengi“

Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps segir það bagalegt að enginn hafi fundist til að halda áfram verslunarrekstri á staðnum frá og með næstu mánaðarmótum. Sveitarfélagið skoði nú hvernig hægt sé að halda þar verslunarrekstri áfram.

Lesa meira

Svona á forseti að vera

 „Forseti á ekki að vera illgjarn, forseti á ekki að vera orðljótur, forseti á ekki að vera óttasleginn, forseti á ekki að óttast framtíðina, forsetinn á ekki að óttast umheiminn eða það sem er honum framandi. Forseti á frekar að vera bjartsýnn, forseti á að vera lífsglaður og forseti á að hafa það alltaf í forgrunni að gera sitt besta, takast á við öll vandamál sem upp kunna að koma, viðurkenna þegar manni verður á og halda svo áfram.“

Lesa meira

Þrjár veglínur að Fjarðarheiðargöngum til skoðunar

Vegagerðin skoðar nú þrjá mögulega kosti að vegagerð að væntanlegum Fjarðarheiðargöngum Héraðsmegin. Munna ganganna hefur verið valinn staður í 130 metra hæð yfir sjó í landi eyðibýlisins Dalhús á Eyvindarárdal.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar