Hreinn Guðvarðarson, sem lengi var bóndi á Arnhólsstöðum í Skriðdal en býr nú á Sauðarkróki, hefur um árabil lagt fyrir sig vísnagerð. Hann hefur nú sent frá sér sína fyrstu bók sem hann nefnir Sýndaralvara og hefur að geyma vísur sem orðið hafa til á ýmsum tímum og af ýmsu tilefni.
Austfirsku knattspyrnuliðin léku sína fyrstu deildarleiki um helgina. Karlaliðin léku öll á útivelli og tókst engu þeirra að næla í þrjú stig en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hófu leik í 2. deild kvenna með sigri á Fram.
Það var hátíðleg stund á Reyðarfirði í gær þegar viðbygging við leikskólann Lyngholt var formlega tekin í notkun. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, klippti á borðann ásamt Karli Óttari Péturssyni, bæjarstjóra.
Um 300 af rétt um 460 farþegum með Norrænu munu þurfa að fara í sýnatöku þegar ferjan leggst að bryggju nú í morgunsárið. Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi hvetur íbúa svæðisins til að gæta, nú sem fyrr, vel að smitvörnum.
Helgin er með rólegra móti á Austurlandi, enda talsvert um að vera í tengslum við þjóðhátíðardaginn í vikunni. Fjölmargar listsýningar sem opnuðu þá eru opnar um helgina og þá er boðið upp á sólstöðugöngu, tónleika á Eskifirði og ball á Djúpavogi.
Minjastofnun úthlutaði nýverið viðbótarframlögum úr húsafriðunarsjóði en hluti af viðbrögðum stjórnvalda vegna efnhagssamdráttar í kjölfar Covid-19 var að veita 100 milljónum aukalega í sjóðinn. Alls hlutu 36 verkefni styrk að þessu sinni, þar af 5 á Austurlandi.
Það var heldur óvanalegur fengurinn sem Hreinn Elí Davíðsson náði að landi þar sem hann var að dorga við eina af bryggjunum á Seyðisfirði. Á enda línunnar var óátekin viskíflaska sem greinilega hafði verið lengi í sjó.