Útlit er fyrir gott veður hjá þeim fjölmörgu sem stefna á útilegu í Hallormsstaðaskógi um helgina. Búið er að opna öll tjaldsvæði í skóginum en mikið er lagt upp úr því að farið sé að reglum landlæknis um fjarlægðir milli tjalda og fólks.
Malarvegum á Fljótsdalshéraði mun fækka til muna með fjármagni til flýtiframkvæmda í Vegagerð á næstu tveimur árum. Lokið verður við að klæða veginn um Fell og til Borgarfjarðar.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minni íbúa á að viðhalda tveggja metra samskiptafjarlægð sín á milli eftir sem kostur er. Slíkt á að vera skylda þar sem lögbundin þjónusta er veitt.
Undirbúningsstjórn sameiningar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hefur samþykkt að kosið verði milli 6 nafna á nýtt sveitarfélag samhliða forsetakosningum sem fram munu fara þann 27. júní. Allir íbúar sveitarfélaganna fjögurra, 16 ára og eldri, munu hafa rétt til að taka þátt í kosningunum.
Sparisjóður Austurlands hefur gefið Heilbrigðisstofnun Austrulands 1,2 milljónir króna. Fjármunirnir verða nýttir tli að kaupa sjónvarpsbúnað fyrir umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað.
Jón Guðmundsson, sem mörgum Austfirðingum er af góðu kunnur eftir áralöng störf við kennslu á Héraði, sýnir um þessar mundir ljósmyndir í Vallanesskirkju. Myndirnar tók Jón í og við kirkjuna sem hann segir sér afar kæra.