Allar fréttir
Sex mánaða fangelsi fyrir akstur án ökuréttinda og fjársvik
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa nýtt viðskiptakort í eigu Golfklúbbs Seyðisfjarðar til að kaupa eldsneyti á sjálfsafgreiðslustöðvum, keyra sviptur ökuréttindum og að stela bifreið. Maðurinn á talsverðan brotaferil að baki.Reynslan úr skimuninni dýrmæt fyrir sýnatökur úr farþegum Norrænu
Yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) segir starfsfólk stofnunarinnar vera vel í stakk búið til að takast á við sýnatökur úr farþegum Norrænu í lok júní. Vinnan gæti þó hægt á annarri þjónustu stofnunarinnar þá daga sem ferjan er í höfn. Ekki er aðstaða til að greina sýnin eystra. Því þarf að koma þeim í áætlunarflug.Framleiða mjólk úr byggi frá Vallanesi
Byggið sem framleitt er í Vallanesi hefur ekki einungis fest sig í sessi sem söluvarningur eitt og sér, heldur er það stöðugt að verða vinsælla sem afurð í margskonar framleiðslu. Bopp byggflögurnar þekkjum við frá Havarí og nú hefur bæst við byggmjólk. Fyrirtækið Kaja organic framleiðir hana og er hún fyrsta íslenska byggmjólkin.Skipa starfshóp um sýnatöku úr ferðamönnum
Skipaður hefur verið stýrihópur til að gera tillögu um verklag við sýnatöku úr ferðamönnum sem koma erlendis frá til Austurlands eftir 15. júní.Styrkja starfsfólk til skemmtunar eftir erfiðan tíma
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur ákveðið að veita hverri stofnun sveitarfélagsins fjárheimild sem nemur tíu þúsund krónum á hvert stöðugildi til að gera eitthvað skemmtilegt með starfsfólki sínu. Fjárveitingin er hugsuð sem þakklætisvottur til starfsfólks fyrir góða vinnu þess í Covid-19 faraldrinum.Ætlar að brosa í sumar
Eigandi stærsta ferðaþjónustufyrirtækis á Austurlandi reiknar með því að sumarið verði stutt, sérstakt en jafnframt skemmtilegt. Hann hvetur Íslendinga til að nýta hóteltilboð sem munu aldrei sjást aftur með sama hætti og segir að Austfirðingar þurfi að einsetja sér að taka vel á móti gestum og skemmta sjálfum sér um leið.